Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hundur hélt vöku fyrir Sandgerðingum
Fimmtudagur 15. júlí 2004 kl. 11:44

Hundur hélt vöku fyrir Sandgerðingum

Geltandi hundur í Sandgerði varð þess valdandi að íbúar í nokkrum húsum í Sandgerði fengu ekki svefnfrið í fyrrinótt. Hundurinn hélt vöku fyrir íbúunum en hann var utandyra og greinilega ósáttur við að komast ekki inn til eigenda sinna. Lögreglan í Keflavík fékk tilkynningu um hundinn í gærkvöldi og var eigendum hundsins gert að taka seppa inn svo íbúarnir fengju svefnfrið.

Myndin: Úr myndasafni VF.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024