Miðvikudagur 7. apríl 2010 kl. 09:39
Hundur hélt vöku fyrir Garðmönnum
Geltandi hundur hélt vöku fyrir nágrönnum sínum í Garðinum í nótt. Lögreglan var kölluð til og sá hún til þess að hundurinn yrði vistaður á hundahóteli svo fólk gæti fengið svefnfrið.