Hundur bítur sjö ára dreng í Garði
Sjö ára drengur var bitinn af hundi í gærkvöldi, en lögreglunni í Keflavík var tilkynnt um atburðinn. Faðir drengsins fór með hann til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, en drengurinn var með rispur og mar á báðum höndum. Fram kemur í dagbók lögreglunnar að hundurinn hafi verið svartur að lit.