Hundur beit mann í bílskúr
Tilkynnt var til lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni að hundur hefði bitið mann. Maðurinn var í bílskúr sínum þegar stór hundur kom þar inn. Maðurinn reyndi að klappa saman höndunum til að hrekja hann út en hundurinn brást við með því að bíta hann í höndina og hafði sig síðan á brott. Maðurinn leitaði til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja vegna bitsins. Lögreglu berast svo til í hverri viku tilkynningar um lausa hunda, en lausaganga þeirra er bönnuð, svo sem kunnugt er. Lögregla beinir þeim tilmælum til hundeigenda að fara að lögum við dýrahald sitt.