Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hundur beit konu
Miðvikudagur 9. október 2019 kl. 13:04

Hundur beit konu

Kona kom á lögreglustöðina í Keflavík í fyrradag og tilkynnti að hún hefði verið bitin af hundi. Hafði hún verið með sinn hund á göngu þegar laus hundur kom aðvífandi og ruku hvuttarnir svo saman. Lausi hundurinn beit konuna sem leitaði til læknis þar sem bitsárið var saumað og henni var gefin stífkrampasprauta.

Þá varð umferðaróhapp á Rósaselstorgi þegar ökumaður ók á aðra bifreið. Ekki urðu slys á fólki en ökumaðurinn umræddi er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024