Hundur beit bréfbera
Hundur beit póstbera í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í síðustu viku. Atvikið varð með þeim hætti að bréfberinn hafði sett póst inn um lúgu og var að ganga frá viðkomandi húsi þegar hundurinn slapp út. Hann beit starfsmanninn í hönd og fót.
Póstberinn fór á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar og lögregla tilkynnti málið til Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.