Hundur beit blaðbera Fréttablaðsins
Sagt er að sætu stelpurnar úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem sátu fund bæjarstjórnar í vikunni hafi hleypt upp fundinum. Bæjarfulltrúar hafa sjaldan talað eins mikið og verið eins „bæjarfulltrúalegir“ og akkúrat á þessum fundi. Kunnugir segja að sumir bæjarfulltrúanna hafi litið mjög reglulega á hópinn og talað til þeirra - komnir í framboðsfundafílinginn.
Stelpurnar, auk nokkurra stráka sátu fundinn sem verkefni í stjórnmálafræði við FS og verður spennandi að sjá skýrslur krakkanna um fundinn. Hvernig stóðu stjórnmálamennirnir sig?