Hundur beit barn
Tilkynning um að hundur hefði bitið barn barst lögreglunni á Suðurnesjum í vikunni. Stúlkan, ellefu ára gömul, sem fyrir þessu varð var á gangi með hund fjölskyldu sinnar þegar laus hundur kom aftan að henni og beit hana til blóðs í hönd og læri. Lögregla ræddi við eiganda hundsins og send var tilkynning á Matvælastofnun og Heilbrigðiseftirlitið.