Hundur, kettir, gæsir og minkur á borð lögreglunnar
Dýralífið á Suðurnesjum eða réttara sagt örlög margra dýra lentu á borði lögreglunnar í Keflavík alla síðustu viku. Þannig komu hundar, kettir, gæsir og minkur við sögu lögreglunnar í síðustu viku, eins og sjá má í dagbók lögreglunnar.
Skömmu fyrir hádegi síðasta mánudag hringdi íbúi við Smáratún og tilkynnti að uppi á þaki bifreiðar þar fyrir utan lægi dauður minkur. Fóru lögreglumenn á staðinn og fjarlægðu hræið.
Skömmu eftir miðnætti á þriðjudag í síðustu viku hringdi íbúi við Dalbraut í Grindavík og tilkynnti um lausan hund í götunni. Sagði hann hundinn vera Scheffer, brúnan og svartan. Tilkynnandi sagði einnig aðra hunda eiga það til að ganga lausir í bænum. Hundaeftirlitsmanni var kunngert málið.
Á hádegi á þriðjudag í síðustu viku var tilkynnt að fundist hafi þrír ruslapokar með dauðum gæsum í við hitaveiturör á Vogastapa. Hefur einhver skilið þær þarna eftir og var þeim komið í lóg.
Um miðjan dag á föstudag var ekið á gulbröndóttan kött á Vesturgötu í Keflavík. Lögregla fór á staðinn en þá var kötturinn dauður. Hann var ómerktur.
Síðdegis sama dag var komið með dauðan kött á lögreglustöðina sem hafði verið ekið á Vatnsnesvegi í Keflavík við Hrannargötu. Kötturinn, sem var svartur með hvíta flekki á maganum, var ómerktur.
Skömmu fyrir hádegi síðasta mánudag hringdi íbúi við Smáratún og tilkynnti að uppi á þaki bifreiðar þar fyrir utan lægi dauður minkur. Fóru lögreglumenn á staðinn og fjarlægðu hræið.
Skömmu eftir miðnætti á þriðjudag í síðustu viku hringdi íbúi við Dalbraut í Grindavík og tilkynnti um lausan hund í götunni. Sagði hann hundinn vera Scheffer, brúnan og svartan. Tilkynnandi sagði einnig aðra hunda eiga það til að ganga lausir í bænum. Hundaeftirlitsmanni var kunngert málið.
Á hádegi á þriðjudag í síðustu viku var tilkynnt að fundist hafi þrír ruslapokar með dauðum gæsum í við hitaveiturör á Vogastapa. Hefur einhver skilið þær þarna eftir og var þeim komið í lóg.
Um miðjan dag á föstudag var ekið á gulbröndóttan kött á Vesturgötu í Keflavík. Lögregla fór á staðinn en þá var kötturinn dauður. Hann var ómerktur.
Síðdegis sama dag var komið með dauðan kött á lögreglustöðina sem hafði verið ekið á Vatnsnesvegi í Keflavík við Hrannargötu. Kötturinn, sem var svartur með hvíta flekki á maganum, var ómerktur.