Hundum og köttum boðin gisting
Hunda- og kattahótelið á Ásbrú í Reykjanesbæ hefur boðist til að skjóta skjólshúsi yfir ferfætta Grindvíkinga.
Í færslu á Facebook er eftirfarandi kveðja frá Hunda- og kattahótelinu:
„Elsku Grindvíkingar
Ef ykkur vantar stað til að koma með hundana eða kisurnar ykkur á meðan á þessari óvissu stendur þá viljum við endilega bjóða ykkur að koma með þau til okkar án endurgjalds
# hjálpumst öll að“