Hundruð þúsunda króna tjón á körfuboltavelli í Grindavík
Búið er að eyðileggja körfu og glerspjald við nýja körfuboltavöllinn við Hópsskóla í Grindavík. Af ummerkjum að dæma má sjá að grjóti hafi verið kastað í spjaldið. Tæknideild Grindavíkurbæjar óskar eftir vitnum að verknaðinum svo upplýsa megi málið.
Tjónið hleypur á hundruðum þúsunda og hyggst Tæknideild Grindavíkurbæjar kæra málið til lögreglu.