Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hundruð hótelherbergja og bílaleigubíla afbókuð vegna frestunar varnaræfingar
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 12. mars 2020 kl. 12:24

Hundruð hótelherbergja og bílaleigubíla afbókuð vegna frestunar varnaræfingar

Varnaræfingin Norður-Víkingur sem fara átti fram í apríl á Keflavíkurflugvelli hefur verið frestað. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra sagði frá því í morgun í viðtali við Rúv.
Jón B. Guðnason, framkvæmdastjóri Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli sagði í viðtali við Víkurfréttir í síðustu viku að von væri á eitt þúsund þátttakendum og búið væri að panta herbergi á hótelum á Suðurnesjum fyrir þá á Suðurnesjum. Þá væri búið að panta mikinn fjölda af bílaleigubílum vegna æfingarinnar.

Nú er ljóst miðað við þessa ákvörðun að um mikð tjón er að ræða fyrir hóteleigendur og bílaleigur auk fleiri viðskiptaaðila sem hefðu notið góðs af þessari stóru æfingu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024