Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hundraðasti fundur tveggja bæjarfulltrúa og bæjarstjóra í Vogum
Ingþór Guðmundsson, Ásgeir Eiríksson og Birgir Örn Ólafsson.
Föstudagur 26. júní 2020 kl. 10:36

Hundraðasti fundur tveggja bæjarfulltrúa og bæjarstjóra í Vogum

Miðvikudaginn 24. júní var haldinn 170. fundur bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga. Á þeim fundi sátu tveir bæjarfulltrúar sinn hundraðasta fund en það eru þeir Birgir Örn Ólafsson og Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar. Að auki sat bæjarstjórinn Ásgeir Eiríksson sinn hundraðasta bæjarstjórnarfund fyrir sveitarfélagið.

Birgir Örn Ólafsson hóf fyrst afskipti af pólitík í Vatnsleysustrandarhreppi fyrir kosningarnar árið 1998 og þá sem fulltrúi fyrir T-listans. Hann sat fyrst sem varamaður í hreppsnefnd ásamt því að sinna öðrum nefndarstörfum. Fyrsta hreppsnefndarfund sinn sat Birgir á kjörtímabilinu 1998-2002 og þarf að fara í handskrifaðar fundarbækur til að finna hvenær sá fundur var en fyrsti bæjarstjórnarfundur Birgis var fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir að nafni sveitarfélagsins var breytt úr Vatnsleysustrandarhreppi í Sveitarfélagið Vogar. Sá fundur var haldinn í Tjarnarsal fimmtudaginn 12. janúar árið 2006. Á kjörtímabilinu 2002-2006 tók Birgir svo við sem oddviti í T-listanum en árið 2006 sameinuðust T- og V-listinn og úr varð E-listinn og situr Birgir nú í bæjarstjórn fyrir þann lista. Fyrstu árin var Birgir oddviti E-listans og forseti bæjarstjórnar. Hann hefur því starfað fyrir sveitarfélagið með einum eða öðrum hætti frá árinu 1998 að undanskildu kjörtímabilinu 2010-2014 þar sem hann tók sér hlé frá störfum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ingþór Guðmundsson sat sinn fyrsta fund í bæjarstjórn þann 14. júní árið 2010. Hann sat þann fund sem varamaður en kom svo inn sem aðalmaður á fundi bæjarstjórnar þann 27. febrúar 2013 og hefur setið í bæjarstjórn óslitið síðan. Í júní 2014 varð hann forseti bæjarstjórnar og hefur einnig setið í bæjarráði frá sama tíma. Ingþór hefur unnið ötullega í nefndum á vegum Sveitarfélagsins. Hann hefur setið í skipulagsnefnd síðan 2013 til dagsins í dag, frístunda- og menningarnefnd 2010 til 2014, stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum síðan 2014 til dagsins í dag ásamt því að vera fulltrúi fyrir sveitarfélagið í hinum ýmsu nefndum bæði í sveitarfélaginu og á sameiginlega vettvanginum.

Ásgeir Eiríksson hóf störf hjá sveitarfélaginu í árslok 2011 og sat sinn fyrsta bæjarstjórnarfund þá. Hann hefur setið alla fundi bæjarstjórnar síðan þá utan tvo.