Hundrað starfsmenn komu að byggingunni
Ánægður með útkomuna-segir Kristinn Baldursson, byggingastjóriKristinn Baldursson, byggingastjóri Reykjaneshallarinnar, segist vera afar ánægður með gang verksins og útkomuna. „Við stóðumst tímaáætlanir en verklok áttu að vera 18. febrúar“, segir Kristinn og upplýsir um leið að um hundrað manns hafi komið að verkinu og þegar mest var voru um 40 manns við vinnu í húsinu.Samningurinn um byggingu Reykjaneshallarinnar var undirritaður 14. mars 1999 og fyrsta skóflustungan var tekin þann 31. maí. Byggingaframkvæmdir hófust síðan 1. júní. „Þá fórum við að grafa fyrir húsinu og uppsteypunni lauk að mestu um mánaðarmótin júlí/ágúst“, segir Kristinn. „Þegar uppsteypu var lokið hófust menn handa við að reisa stálvirkið og húsið var fokhelt í lok október en þá var byrjað á framkvæmdum innanhúss.“„Við erum ennþá að ganga frá að innan“, segir Kristinn, „en lagningu gervigrassins lauk í desember. Bæjarfélagið tók síðan við húsinu 18. janúar s.l. og þá hófust jafnframt íþróttaæfingar innan veggja þess“, segir Kristinn ánægður.