Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hundrað ný störf hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur og gæsluskipin til Reykjaneshafna
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 5. maí 2020 kl. 18:50

Hundrað ný störf hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur og gæsluskipin til Reykjaneshafna

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun á fundi Bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í dag þar sem þeir greina frá því að uppbygging hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur geti skapað ný störf og einnig um að Landhelgisgæslan flytji skipaflotann til Reykjaneshafna.

„Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa ánægju sinni með þá miklu samstöðu sem stjórn Reykjaneshafna með hafnarstjóra í broddi fylkingar hafa sýnt og þá frábæru vinnu sem þessi hópur hefur unnið í samvinnu við fjölda stjórnmálamanna, einstaklinga og fyrirtækja. Með samvinnu koma tækifærin í Reykjanesbæ og á Suðurnesjum í heild. Ein af tillögum sem komið hafa fram er að Landhelgisgæslan flytji  skipaflotann til Reykjaneshafna. Skipasmíðastöðin hefur lagt fram metnaðarfulla áætlun um frekari uppbyggingu í Reykjanesbæ, uppbyggingu sem getur skapað um 100 ný störf til frambúðar og aukið umsvif annarra fyrirtækja á svæðinu. Tækifærin koma ekki að sjálfu sér og við verðum að standa að því að nýta þau sem gefast til avinnusköpunar fyrir samfélagið á Suðurnesjum. Í miklu atvinnuleysi er mikilvægara en aldrei fyrr að standa saman þvert á flokka, bæði í bæjarstjórn, á alþingi og í ríkisstjórn. Við hvetjum því bæjarstjórn að standa með stjórn Reykjaneshafna í þeirra viðleitni að skapa atvinnu og vonum að samstaðan skili sér í enn fleiri atvinnutækifærum í Reykjanesbæ sem og á Suðurnesjum öllum,“ segir í bókuninni sem er undirrituð af bæjarfulltrúnum Margréti Sanders, Baldri Þ. Guðmundssyni og Önnu Sigríði Jóhannesdóttur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024