Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hundi stolið
Fimmtudagur 2. nóvember 2006 kl. 15:24

Hundi stolið

Hundi af Rottweiler kyni var stolið af byggingarsvæðinu við Bláa lónið í gær. Um er að ræða 3ja mánaða gamla tík. Skorar eigandinn á þann sem tók hundinn að skila honum til baka en tíkin er örmerkt og er búið að gera öllum starfandi dýralæknum á landinu viðvart. Hægt er að hafa samband við eigandann í síma 858 7102 eða á tölvupóstfangið [email protected]. Einnig er hægt að skila tíkinni til lögreglu eða næsta dýralæknis og segir eigandinn að verði henni skilað heilli á húfi innan fárra daga verði ekkert aðhafst í málinu.


 

Mynd: Rottweiler-tíkinni Kiru var stolið. Hér er hún á sínu rétta heimili, þangað sem eigandinn vill fá hana aftur enda er hennar sárt saknað.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024