Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 5. maí 2000 kl. 15:14

Hundavinir húsnæðislausir

Undanfarna mánuði hafa óþekktir aðilar ítrekað brotist inní félagsaðstöðu hundaeigenda, Litla-Hólm, við Garðveg í Leiru, og unnið mikið tjón á húsnæðinu. Nú er svo komið að hundaeigendur hafa ekkert húsnæði lengur því félagsskapurinn hefur ekki fjárráð til að gera við skemmdirnar.Jón Sævar Sigurðsson, félagi í Hundaeigendafélaginu, sagði að búið væri að fara nokkrum sinnum inní húsið í vetur og viðkomandi aðilar hefðu þá brotið flestar rúður og ruslað til. „Við erum búin að loka húsinu því það er búið að brjóta allt sem hægt er að brjóta. Við fengum þetta húsnæði árið 1993 og fullt af góðu fólki hefur lagt hönd á plóginn við að laga húsið og gera það vistlegt, en það var að hruni komið þegar við tókum við því. Við komum til með að nota landið í kring til að viðra hundana en okkur þykir mjög leiðinlegt að fá ekki að hafa þetta í friði. Þetta er mikið tjón fyrir fátækan félagsskap“, sagði Jón en lögreglan í Keflavík rannsakar nú málið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024