Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hundaskóli opnar í Reykjanesbæ
Laugardagur 3. apríl 2004 kl. 12:43

Hundaskóli opnar í Reykjanesbæ

K-9 Hundaskóli hefur tekið til starfa í Reykjanesbæ. Eigandi hundaskólans er Atli Þorsteinsson. Atli hefur nýlokið námi frá hundaskóla í Columbus í Ohio í Bandaríkjunum og hefur hlotið gráðu sem atvinnuhundaþjálfari.
Að sögn Atla verður boðið upp á alla almenna hundaþjálfun í skólanum. „Ég verð einnig með hvolpaþjálfun og bíð upp á þá þjónustu að velja góða hvolpa fyrir þá sem vilja eignast hvolp og taka hann síðan til þjálfunar,“ segir Atli, en þjálfunin getur tekið frá 3 dögum til þriggja vikna.
Í námi sínu í Bandaríkjunum lærði Atli alla almenna hundaþjálfun, s.s. að þjálfa hunda fyrir fatlaða einstaklinga, þjálfun lögreglu- og fíkniefnaleitarhunda, þjálfun hunda sem fást við sporaleit og þjálfun veiðihunda. Atli segir að einnig verði boðið uppá hundaböð og naglaumhirðu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024