Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hundar fyrir milljón kr. hrella Hafnamenn
Mánudagur 24. júní 2002 kl. 00:42

Hundar fyrir milljón kr. hrella Hafnamenn

Sex hundar af tegundinni Stóri Dan hafa undanfarna daga gengið lausagöngu í Höfnum. Um er að ræða tík með fimm hvolpa 4-5 mánaða gamla að sögn lögreglunnar í Reykjanesbæ. Þessir sex hundar eru mjög verðmætir og eftirsóttir. Hver hundur kostar um 190.000 kr.Bæði börn og fullorðnir hafa verið logandi hrædd því þarna er um að ræða eina stærstu hundategund í heimi. Meðalhundur mun vera allt 75 cm. á hæð og um 50 kg. Lögreglan hefur í tvígang haft afskipti af hundunum og að þeirra sögn er stúlka úr Reykjavík sem heldur hundana á gömlu eyðibýli utan við Hafnir.

"Við vitum að þessi hundategund er mjög eftirsótt og hver hvolpur mun kosta um 190 000. Síðast handsömuðum við hundana í gærmorgun (föstudagsmorgun) og afhentum eigandanum þá aftur gegn greiðslu. Hann á von á að heilbrigðiseftirlitið láti lóga þeim öllum ef þeir sleppa eina ferðina enn," segir varðstjóri á lögreglustöðinni í Reykjanesbæ. Ekki hægt að segja að mjög vel fari um hundana á eyðibýlinu en þeir eru þó vel haldnir líkamlega að sögn lögreglunnar.

Stóri Dan er ekki algengur á Íslandi og samkvæmt upplýsingum frá Hundaræktunarfélaginu er enginn hundur af tegundinni skráður þar. "Við höfum hins vegar frétt af þessu tiltekna goti en vitum ekkert um það, " sagði Hanna Björk Kristinsdóttir hjá HRFÍ í samtali við Vísi.is um helgina.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024