Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hundar ekki leyfðir á hátíðarsvæðinu
Þriðjudagur 24. ágúst 2010 kl. 08:23

Hundar ekki leyfðir á hátíðarsvæðinu


Framkvæmdanefnd Ljósanætur hefur ákveðið að banna hundahald á hátíðarsvæðinu laugardaginn 4. september. Er þetta gert vegna þeirra fjölda kvartana sem borist hafa vegna hunda undanfarnar Ljósanætur.

Framkvæmdanefndin hefur  undarfarnar Ljósanæturhátíðir beint þeim tilmælum til hundaeigenda að hafa þennan besta vin mannsins heima þegar hátíðin stendur sem hæst. Margir hafa orðið við þessum tilmælum, en þó ekki allir. Nefndinni hafa borist mikill fjöldi kvartana frá barnafólki þar sem kvartað ef yfir því að börnin séu skíthrædd við dýrin.
„Í svona margmenni er einnig oft til trafala að vera með hunda í bandi og lausaganga hunda er  bönnuð í Reykjanesbæ. En það er ekki síst vegna hundanna sjálfra að við hjá Framkvæmdanefnd Ljósanætur höfum ákveðið að banna hundahald laugardaginn 4. september á milli klukkan 13:00 og 00:00 á hátíðarsvæðinu. Dalvíkingar reyndu þetta á Fiskidögunum og gekk það bærilega og ég er nokkuð viss um að við verðum ekki eftirbátar Dalvíkinga og þeirra gesta í þessum efnum,“ segir Guðlaugur H. Sigurjónsson, talsmaður nefndarinnar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024