Hundar drápu kött
Lögreglunni á Suðurnesjum barst í gær tilkynning frá íbúa í umdæminu þess efnis að tveir hundar væru að rífa í sig kött fyrir framan hús tilkynnanda. Kötturinn reyndist vera dauður þegar að var komið.
Lögreglumenn höfðu samband við eiganda hundanna, sem kvað þá hafa verið bundna en náð að leysa sig með einhverju móti. Hefði heimilsfólk þegar farið að leita þeirra þegar ljóst var að þeir hefðu sloppið.
Kötturinn reyndist vera örmerktur og ætlaði hundafangari, sem fenginn var til að lesa af örmerkinu, að láta eiganda hans vita. Lögregla tilkynnti málið til Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.