Hundalíf á kvöldvaktinni
Lögreglan var kölluð út fjórum sinnum í gærkvöldi vegna hunda sem gengu lausir. Tveir hundar voru lausir í Garði, einn vð Hringbraut í Reykjanesbæ og einn við Sparisjóðinn í Keflavík.
Þá hafði einn hundaeigandi samband við lögreglu og tilkynnti að hundurinn hans hafi sloppið út í kvöld. Um er að ræða svartan og hvítan Border-Collie.
Mynd: Voffi á verði í Keflavík, bundinn við kippu af Coke!