Hundaeigendur í Garði boðaðir á fund
Hundaeigendur í Garði hafa verið boðaðir til fundar á morgun, fimmtudag, í sal Gerðaskóla.
Á fundinum verður fjallað um hundahald í sveitarfélaginu, farið yfir hvaða reglur gilda þar um og rætt um málefnið almennt. Markmið með fundinum er að fá fram sjónarmið sveitarfélagsins og hundaeigenda þannig að gagnkvæmur skilningur ríki á milli aðila um þessi mál.
Fulltrúar sveitarfélagsins og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja verða á fundinum og ræða við hundaeigendur um málefnið.