Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hundaeigendur fái sérstakt útvistarsvæði
Föstudagur 12. nóvember 2010 kl. 11:28

Hundaeigendur fái sérstakt útvistarsvæði



Umhverfisnefnd Grindavíkurbæjar leggur til við skipulags- og bygginganefnd að hún taki til skoðunar að gera svæði norðan við bæinn að sérstöku útivistarsvæði fyrir hundaeigendur til að viðra hundana sína. Svæðið sem um ræðir var áður notað undir losun garðaúrgangs og telur nefndin það hentugt til að viðra hunda.

Hundahald í Grindavík var til umfjöllunar á fundi umhverfisnefndar í gær. Þar kom fram að alls eru 163 aðilar með leyfi til hundahalds í Grindavík og fer ört fjölgandi. Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja er nokkur misbrestur á skráningu.

Nefndin telur að þetta svæði norðan bæjarins hentugt fyrir hundaeigendur og hægt sé að gera það vel úr garði án mikils tilkostnaðar. Svæðið er nokkuð afmarkað og aðgengi gott og skammt frá hugsanlegu útivistarsvæði við Þorbjörn. Nefndin leggur til við skipulags- og bygginganefnd að hún taki málið til skoðunar.

Á fundinum var einnig rætt um söfnunarsvæði verktaka Í Grindavík eru þrjú slík svæði og telur umhverfisnefndin þessi mál í algjörum ólestri. Nefndin segir bæjaryfirvöld þurfa að koma strax með tillögur til úrbóta. Hún hvetur verktaka til að ganga vel frá að verki loknu og nýta geymslusvæði bæjarins í Moldarlág og sækja um þar til gerð leyfi.

Mynd - Allir út að labba!

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024