Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Humarvertíðin komin á fullt
Laugardagur 17. maí 2008 kl. 17:18

Humarvertíðin komin á fullt

Eigi færri en 12 humarbátar eru að veiðum á svæðinu frá Vestmannaeyjum um Suðurnesin til Hafnarfjarðar á nýhafinni vertíð. Hafa þeir m.a .verið að landa í Grindavík, Sandgerði, Keflavík, Njarðvík og Vogum. Aflinn er unninn hjá fyrirtækjum á þessum stöðum og auk þess í Garði. Þetta kemur fram á vefnum www.aflafrettir.com.

Þar kemur fram að í lok vetrarvertíðar var Erlig KE aflahæstur báta yfir 50bt. Afli hans nam rúmum 1214 tonnum í 54 róðrum. Næsti bátur á listanum var Hvanney SF með 1086 tonn í 63 róðrum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024