Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Humarþjófnaður upplýstur
Föstudagur 2. mars 2018 kl. 13:19

Humarþjófnaður upplýstur

Lögreglan á Suðurnesjum hefur upplýst mál er varðar þjófnað á miklu magni af humri frá Humarsölunni í Reykjanesbæ. Tveir einstaklingar hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins og játuðu þeir að hafa brotist inn í frystigám aftan við húsnæði Humarsölunnar.
Ljóst er að a.m.k. annar mannanna hafði selt eitthvað magn áður en lögregla hafði hendur í hári þeirra tveggja.

Talið er að um 350 kíló af humri hafi horfið úr gáminum en lögregla hefur ekki endurheimt nema hluta þýfisins. Rannsókn málsins er á lokastigi.

Public deli
Public deli

Þeim tilmælum er því beint til fólks að kaupa ekki humar sem grunur gæti legið á að væri illa fenginn.