Hugulsemi í verki
Andri Steinn Harðarson, 9 ára bekkjarfélagi Ástvalds Bjarnasonar úr Sandgerði, mætti á æfingu hjá NES fyrir skömmu. Erindið var að færa íþróttafélaginu Nes peningagjöf.
Þannig var að Andri Steinn átti afmæli um daginn. Þegar hann sendi félögum sínum boðskort í afmælið ákvað hann að biðja þá um að sleppa því að koma með afmælisgjöf en koma með pening í staðinn sem hann ætlaði að gefa Íþróttafélaginu NES til styrktar srarfsemi félagsins. Andri Steinn mætti síðan á æfingu hjá félaginu 16.jan. sl. og afhenti félaginu 3.750 kr.
Þannig var að Andri Steinn átti afmæli um daginn. Þegar hann sendi félögum sínum boðskort í afmælið ákvað hann að biðja þá um að sleppa því að koma með afmælisgjöf en koma með pening í staðinn sem hann ætlaði að gefa Íþróttafélaginu NES til styrktar srarfsemi félagsins. Andri Steinn mætti síðan á æfingu hjá félaginu 16.jan. sl. og afhenti félaginu 3.750 kr.