Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hugsanlegur vitorðsmaður kókaínsmyglara í haldi
Miðvikudagur 24. febrúar 2010 kl. 13:52

Hugsanlegur vitorðsmaður kókaínsmyglara í haldi


Lögreglan á Suðurnesjum hefur í haldi mann sem talinn er vera vitorðsmaður tæplega sjötugs manns sem handtekinn var fyrr í mánuðinum með tæpt kíló af kókaíni í Leifsstöð er hann var að koma frá Kaupmannahöfn. Í fórum hans fundust 877 grömm af kókaíni og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald í kjölfarið. Grunur leikur á að hann sé burðardýr.
Lögreglan á Suðurnesjum handtók í gær tæplega þrítugan íslenskan karlmann í tengslum við rannsókn málsins. Hann er grunaður um að vera vitorðsmaður mannsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024