Hugsanlegt gos á Reykjaneshrygg
Rétt fyrir klukkan sjö á þriðjudagsmorgun mældist jarðskjálfti af stærðinni 4,2 á Richterkvarða á Reykjaneshrygg, um 34 km frá Reykjanestá nálægt Geirfuglaskeri, og fylgdu þrír smærri skjálftar í kjölfarið. Nokkur virkni hefur verið á þessu svæði í haust.
Bergþóra Þorbjarnardóttir, jarðfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að jarðhræringarnar á Reykjaneshrygg á þriðjudagsmorgun, gætu verið vísbending um gos á hafsbotni.
Freysteinn Sigmundsson, forstöðumaður Norrænu eldfjallastöðvarinnar, segir að það sé enn ekkert sem geti staðfest að gos sé hafið á Reykjaneshrygg. Hann sagði að áfram yrði fylgst með jarðhræringum á þessum slóðum. „Einu upplýsingarnar sem hægt er að byggja á eru jarðskjálftamælar. Ekki hefur verið ákveðið að fara á svæðið til hitamælinga að svo komnu máli“, sagði Freysteinn í viðtali við mbl.is á þriðjudagsmorgun.
Bergþóra Þorbjarnardóttir, jarðfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að jarðhræringarnar á Reykjaneshrygg á þriðjudagsmorgun, gætu verið vísbending um gos á hafsbotni.
Freysteinn Sigmundsson, forstöðumaður Norrænu eldfjallastöðvarinnar, segir að það sé enn ekkert sem geti staðfest að gos sé hafið á Reykjaneshrygg. Hann sagði að áfram yrði fylgst með jarðhræringum á þessum slóðum. „Einu upplýsingarnar sem hægt er að byggja á eru jarðskjálftamælar. Ekki hefur verið ákveðið að fara á svæðið til hitamælinga að svo komnu máli“, sagði Freysteinn í viðtali við mbl.is á þriðjudagsmorgun.