Hugsanlegt að SHS komi að rekstri Vallarslökkviliðsins
Til greina kemur að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins komi að einhverju leyti að rekstri slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli við brotthvarf Varnarliðsins. Sigurvin Guðfinnson, stjórnarformaður Brunavarna Suðurnesja, útilokar ekki samstarf þessara slökkviliða í framtíðinni en segir að fyrst verði slökkviliðin hér á svæðinu að klára sín mál.
Eins og fram hefur komið hefur stjórn BS nýverið ályktað um möguleg samstarfsverkefni og uppbyggingu á flugþjónustusvæðinu í tengslum við uppbyggingu á nýrri slökkvistöð. Við fyrirhugaða staðsetningu hennar var horft til þess möguleika að til sameiningar slökkviliða á svæðinu gæti komið. Sú umræða er þó enn á byrjunarstigi, að sögn Sigurvins Guðfinnssonar.
„Þeir verða að svara því sjálfir hvað þeir hafa í huga en ég get ekki séð að við tökum á þessum tímapunkti Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins inn í þær hugmyndir sem hér eru um framtíðarskipulag slökkviliðanna á Suðurnesjum. Ég tel að fyrst þurfi þau að koma sér saman um þessi mál og klára þau. Í framhaldi af því væri ekkert útiokað að ræða við SHS um einhverja hluti“, sagði Sigurvin.
Jón Viðar Matthíasson, slökkvistjóri SHS, segir ekki rétt að tala um yfirtöku í þessu samhengi heldur hafi verið rætt um hvort sameina eigi þessi lið í eitt eða reka sem sjálfstæðar einingar. Hann segir vel koma til greina að slökkviliðin á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu hafi með sér samstarf um þessi mál en það sé sennilega ríkið sem hafi mest um það að segja hver framtíðin verði í þessum efnum.
Eins og fram hefur komið hefur stjórn BS nýverið ályktað um möguleg samstarfsverkefni og uppbyggingu á flugþjónustusvæðinu í tengslum við uppbyggingu á nýrri slökkvistöð. Við fyrirhugaða staðsetningu hennar var horft til þess möguleika að til sameiningar slökkviliða á svæðinu gæti komið. Sú umræða er þó enn á byrjunarstigi, að sögn Sigurvins Guðfinnssonar.
„Þeir verða að svara því sjálfir hvað þeir hafa í huga en ég get ekki séð að við tökum á þessum tímapunkti Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins inn í þær hugmyndir sem hér eru um framtíðarskipulag slökkviliðanna á Suðurnesjum. Ég tel að fyrst þurfi þau að koma sér saman um þessi mál og klára þau. Í framhaldi af því væri ekkert útiokað að ræða við SHS um einhverja hluti“, sagði Sigurvin.
Jón Viðar Matthíasson, slökkvistjóri SHS, segir ekki rétt að tala um yfirtöku í þessu samhengi heldur hafi verið rætt um hvort sameina eigi þessi lið í eitt eða reka sem sjálfstæðar einingar. Hann segir vel koma til greina að slökkviliðin á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu hafi með sér samstarf um þessi mál en það sé sennilega ríkið sem hafi mest um það að segja hver framtíðin verði í þessum efnum.