Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hugsanlegt að gosið sé en á ný að fara í nýjan fasa
Mynd: Jón Steinar Sæmundsson
Föstudagur 6. ágúst 2021 kl. 14:41

Hugsanlegt að gosið sé en á ný að fara í nýjan fasa

Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands segir í færslu á Facebook að athuganir á gostöðvum í Fagradalsfjalli sem gerðar voru í gær sýndu að í gígnum er hrauntjörn sem situr aðeins neðar í gígnum miðað við undanfarnar vikur, rís og hnígur eins og áður, þó ekki eins hátt. Af þeim sökum hefur dregið verulega úr sýnilegri kvikustrókavirkni og yfirborðsflæði hrauns.

Virknin í gígnum náði sér upp síðastliðna nótt, frá c.a. 23:00 til 6:00 (eða þar til gígurinn hvarf í þoku), með nokkurri kvikustrókavirkni og nokkru hraunflæði á yfirborði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Án efa hefur flæði um innri rásir hraunsins aukist á þessum tíma, þó svo að við höfum ekki beina vitneskju um það á þessu augnabliki. Það er athyglisvert að óróahraðinn steig nokkuð jafnt frá um kl. 17:00 og náði hámarki um kl. 5:00 í morgunn og byrjaði að falla aftur upp úr kl. 8:00. Virknin í gígnum og flæði yfirborðshrauna virðist hafa náð hámarki upp úr kl. 5:00 í morgunn, en því miður getum við ekki staðfest að dregið hafi úr þessari virkni samfara falli óróhraðans um 8:00, þar sem ekki sást til gígsins.
Það er eins og stigullinn í virkninni í goshrinunum hafi breyst, hægst á honum, eða með öðrum orðum, hver hrina er lengur að koma sér í gang. Orsökin fyrir þessari breytingu er óþekkt, en ein hugsanleg skýring er að nú streymi hlutfallslega meira magn af kviku beint inn í innri flutningsrásir hraunsins. Það er líka möguleika á því að þetta endurspegli minnkun á uppstreymi af kviku í gosrásinni. Hugsanlegt að gosið sé en á ný að fara í nýjan fasa, en tíminn sker úr því hver raunverulega þróunin verður,“ segir í færslunni.