Hugsanlegt að fundað verði fljótlega um varnir Íslands
Hugsanlegt er að íslenskir og bandarískir ráðamenn fundi fljótlega um varnir Íslands en það hefur þó ekki verið endanlega ákveðið. Þetta kom fram í máli Davíðs Oddssonar forsætisráðherra á blaðamannafundi í Ráðherrabúðstaðnum fyrir stundu sem boðað var til að tilefni heimsóknar framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, Jaap De Hoop Scheffer, hingað til lands. Netútgáfa Morgunblaðsins greinir frá þessu.
Davíð segir varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna frá árinu 1951 vera í stöðugri skoðun. Við vitum „að málin eru í stöðugri skoðun og tillögur eru að þróast, við höfum fylgst með því. Það má vel vera að það verði einhverjir fundir fljótlega en það hefur ekki verið endanlega ákveðið,“ sagði Davíð á fundinum.
De Hoop Scheffer sagði varnir Íslands ekki vera málefni NATO heldur mál milli Bandaríkjanna og Íslands í samræmi við tvíhliðasamning frá árinu 1951.
Framkvæmdastjórinn sagði Íslendinga gegna mikilvægu hlutverfi í Afganistan með stjórn flugvallarins og að friðargæsluverkefni NATO þar í landi ylti á því að góð stjórn væri á flugvellinum. Þá sagði hann Íslendinga hafa gefið öðrum smáríkjum gott fordæmi með hlutverki sínu í Pristina og sýnt fram á að litlar þjóðir geti gegnt mikilvægu hlutverki í NATO.
Davíð segir varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna frá árinu 1951 vera í stöðugri skoðun. Við vitum „að málin eru í stöðugri skoðun og tillögur eru að þróast, við höfum fylgst með því. Það má vel vera að það verði einhverjir fundir fljótlega en það hefur ekki verið endanlega ákveðið,“ sagði Davíð á fundinum.
De Hoop Scheffer sagði varnir Íslands ekki vera málefni NATO heldur mál milli Bandaríkjanna og Íslands í samræmi við tvíhliðasamning frá árinu 1951.
Framkvæmdastjórinn sagði Íslendinga gegna mikilvægu hlutverfi í Afganistan með stjórn flugvallarins og að friðargæsluverkefni NATO þar í landi ylti á því að góð stjórn væri á flugvellinum. Þá sagði hann Íslendinga hafa gefið öðrum smáríkjum gott fordæmi með hlutverki sínu í Pristina og sýnt fram á að litlar þjóðir geti gegnt mikilvægu hlutverki í NATO.