Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hugsanlegar fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli ræddar á fundi bæjarráðs
Fimmtudagur 25. júlí 2002 kl. 13:48

Hugsanlegar fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli ræddar á fundi bæjarráðs

Bæjrráð Reykjanesbæjar hafði til umræðu væntanlegar fjöldauppsagnir starfsfólks fyrirtækja á Keflavíkurflugvelli á fundi sínum sem haldinn var í morgun að Tjarnargötu 12. 17 mál voru tekin fyrir á fundinum sem var sá 444. sem bæjarráð heldur.





Vegna upplýsinga um væntanlegar fjöldauppsagnir starfsfólks fyrirtækja á Keflavíkurflugvelli lýsir bæjarráð Reykjanesbæjar yfir áhyggjum sínum vegna stöðu mála.
Þó gera megi ráð fyrir að hér sé um að ræða verkefna og/eða árstíðarbundna sveiflu að einhverju leyti má ljóst vera að grípa þarf í taumana og leita allra ráða til að draga úr fjöldauppsögnum.
Bæjarráð Reykjanesbæjar felur bæjarstjóra að leita eftir frekari upplýsingum og kalla eftir fundum með forsvarsmönnum fyrirtækjanna sem allra fyrst.

Á fundinn voru mættir aðalfulltrúarnir: Formaður Böðvar Jónsson, Björk Guðjónsdóttir, Steinþór Jónsson, Jóhann Geirdal, Ólafur Thordersen, áheyrnarfulltrúi Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Árni Sigfússon og fundarritari var Hjörtur Zakaríasson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024