Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hugsanlega blautt um helgina
Laugardagur 5. júlí 2003 kl. 09:32

Hugsanlega blautt um helgina

Samkvæmt veðurspánni verða rigningaskúrir um helgina á Suðurlandi og víðar um landið. Veðurstofan gerir ráð fyrir austan 5-10 m/s en allt að 13 norvestantil. Rigning sunnanlands um hádegi og einnig við Breiðafjörð og á Austfjörðum í nótt og á morgun, en annars skýjað og þurrt að mestu. Hiti víða 10 til 15 stig að deginum.
Veðurhorfur næstu daga:
Austlæg átt og vætusamt, en úrkomulítið norðan- og vestanlands. Lægir og léttir víða til seinnipartinn á mánudag. Vaxandi austanátt með rigningu á miðvikudag, en lægir og léttir til vestantil á landinu á föstudag. Hiti á bilinu 7 til 15 stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024