Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hugsanleg björgun Guðrúnar Gísladóttur KE af hafsbotni rædd í Noregi
Föstudagur 21. júní 2002 kl. 16:21

Hugsanleg björgun Guðrúnar Gísladóttur KE af hafsbotni rædd í Noregi

Hollenskt fyrirtæki, Smith Salvage, íhugar að gera tilboð í björgun fjölveiðiskipsins Guðrúnar Gísladóttur sem sökk við Lófót, eins og Víkurfréttir greindu frá fyrst íslenskra vefmiðla í gærkvöldi. Fyrirtækið sá um björgun rússneska kafbátsins Kúrsk úr Barentshafi. Fulltrúar þess eru á Lófóten til að ræða við fulltrúa tryggingarfélagsins og þeir skoða aðstæður á staðnum í dag. Mikill straumur mun vera neðansjávar og erfitt að kafa við flak skipsins.Íslenska útgerðin, Festi ehf. í Grindavík, á einnig í viðræðum við björgunarfyrirtæki á vesturströnd Noregs um björgunaraðgerðir, samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024