Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hugmyndir kynntar að Iceland MotoPark
Laugardagur 20. maí 2006 kl. 19:03

Hugmyndir kynntar að Iceland MotoPark

Hugmyndir að Iceland MotoPark voru kynntar í Íþróttaakademínunni í Reykjanesbæ í dag. Iceland MotoPark er samvinnuverkefni Toppsins, HOK, Cliwe Bowen, Lovejoy, WSR, Eventual Design, Verkfræðistofu Njarðvíkur og Reykjanesbæjar.

Um er að ræða fjölnota akstursíþróttabraut sem er 4,2 km að lengd og kvartmílubraut. Reykjanesbær hefur þegar úthlutað hlutaðeigandi 150 hektara land undir akstursíþróttasvæði og tengda starfsemi. Bæjarfélagið mun leigja landið frá sér en ekki taka þátt í byggingu svæðisins.

Svæðið sem um ræðir er ofan við Seltjörn og er staðsett skáhallt á móti svæðinu þar sem Stapahverfið mun rísa.

Akstursíþróttasvæðið, ef það rís, getur ekki orðið Formúlu 1 braut en hún yrði lögleg fyrir keppnisbíla í A1 keppninni.

Ásamt akstursíþróttabrautinni skýrðu ofangreindir aðilar frá því að í kringum brautina myndi rísa verslunar- og þjónustusvæði. Ekki er vitað til þess að fjármagn hafi fengist til þess að hefja framkvæmdir en Reykjanesbær mun á næstunni fara yfir hugmyndir fyrirtækjanna og fara vandlega yfir framtíðarhorfur þessa gríðarstóra verkefnis.

[email protected]  

Mynd 1: Meðlimir kynningarteymisins frá ofangreindum fyrirtækjum.
Mynd 2: Tölvugerð mynd af Iceland MotoPark

 


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024