Hugmyndir að safnahúsum og ferðaþjónustu í Garði:
Síðastliðinn miðvikudag fór fram kynning á hugmynd um safnahús og ferðaþjónustu í Garðinum. VA arkitektar sáu um útfærslu hugmyndanna en Sigríður Sigþórsdóttir, verkefnisstjóri verkefnisins kynnti hugmyndirnar í Byggðasafninu í Garði. hreppsnefnd Gerðahrepps ákvað á fundi sínum 10. janúar sl. að fá hugmyndir að uppbyggingu safnasvæðis á Garðskaga og að ferðaþjónustu í hreppnum. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um framkvæmdir en að sögn Sigurðar Jónssonar, sveitarstjór hefur Gerðahreppur ekki bolmagn til þess að standa undir kostnaði við framkvæmdina.
Í hugmyndinni er gert ráð fyrir byggingu 1000 fm safnahúss en núverandi hús byggðasafnsins rýma ekki alla muni í eigu safnsins og lítið pláss er fyrir fyrirlestra og kynningar í húsinu. Húsið myndi sömuleiðis rýma ferðaþjónustu og veitingaþjónustu. Húsið yrði áningarstaður fyrir þá fjölmörgu ferðamenn sem leggja leið sína í Garðinn. Staðsetning er áætluð mitt á milli vitanna á Garðskaga, í flæðamálinu með sterk tengsl við sjóinn og fuglalífið í kring. Í húsinu er gert ráð fyrir samkomustað fyrir heimamenn en slík þjónusta er ekki til staðar í Garðinum. Við hlið svæðisins yrði tjaldstæði með allri nauðsynlegri þjónustu fyrir tjaldferðalanga, húsbíla og tjaldvagna.
Þá er einnig áætlað að breyta aðkomu að safninu þannig að vegurinn lægi á milli núverandi húss byggðasafnsins og húss vitavarðar, afmarka göngu- og hjólaleiðir um svæðið og tengja þær Sandgerði og Reykjanesbæ. Á leiðinni væru áningarstaðir þar sem fólk gæti sest niður og leitað upplýsinga um staðinn, fuglalíf og dýralíf á þar til gerðum skiltum.
Á kynningarfundinum var mikið fjallað um sumarbústaðabyggð en í máli Sigríðar kom fram að eftirspurn eftir sumarhúsum fyrir erlenda gesti væri mikil á landinu. Gert er ráð fyrir sumarbústaðabyggð í Leiru þar sem 12-20 sumarhús væru til útleigu fyrir fjölskyldur. Húsin yrðu í hæfilegri fjarlægð hvert frá öðru. Í miðju landinu væri komið upp útiaðstöðu með leiksvæði og grillstæði.
Hugmyndirnar lögðust vel í viðstadda og ljóst að uppgangur ferðaþjónustu á svæðinu er mikill. Ljóst er að þessar framkvæmdir eru dýrar og ekki á færi Gerðahrepps að standa undir kostnaðinum en til greina kæmi að fjármagna uppbygginguna í samstarfi við yfirvöld eða aðra aðila. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um framkvæmdir og einingis um hugmyndir að ræða.
Í hugmyndinni er gert ráð fyrir byggingu 1000 fm safnahúss en núverandi hús byggðasafnsins rýma ekki alla muni í eigu safnsins og lítið pláss er fyrir fyrirlestra og kynningar í húsinu. Húsið myndi sömuleiðis rýma ferðaþjónustu og veitingaþjónustu. Húsið yrði áningarstaður fyrir þá fjölmörgu ferðamenn sem leggja leið sína í Garðinn. Staðsetning er áætluð mitt á milli vitanna á Garðskaga, í flæðamálinu með sterk tengsl við sjóinn og fuglalífið í kring. Í húsinu er gert ráð fyrir samkomustað fyrir heimamenn en slík þjónusta er ekki til staðar í Garðinum. Við hlið svæðisins yrði tjaldstæði með allri nauðsynlegri þjónustu fyrir tjaldferðalanga, húsbíla og tjaldvagna.
Þá er einnig áætlað að breyta aðkomu að safninu þannig að vegurinn lægi á milli núverandi húss byggðasafnsins og húss vitavarðar, afmarka göngu- og hjólaleiðir um svæðið og tengja þær Sandgerði og Reykjanesbæ. Á leiðinni væru áningarstaðir þar sem fólk gæti sest niður og leitað upplýsinga um staðinn, fuglalíf og dýralíf á þar til gerðum skiltum.
Á kynningarfundinum var mikið fjallað um sumarbústaðabyggð en í máli Sigríðar kom fram að eftirspurn eftir sumarhúsum fyrir erlenda gesti væri mikil á landinu. Gert er ráð fyrir sumarbústaðabyggð í Leiru þar sem 12-20 sumarhús væru til útleigu fyrir fjölskyldur. Húsin yrðu í hæfilegri fjarlægð hvert frá öðru. Í miðju landinu væri komið upp útiaðstöðu með leiksvæði og grillstæði.
Hugmyndirnar lögðust vel í viðstadda og ljóst að uppgangur ferðaþjónustu á svæðinu er mikill. Ljóst er að þessar framkvæmdir eru dýrar og ekki á færi Gerðahrepps að standa undir kostnaðinum en til greina kæmi að fjármagna uppbygginguna í samstarfi við yfirvöld eða aðra aðila. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um framkvæmdir og einingis um hugmyndir að ræða.