Hugmynd Daníels orðin að veruleika
Skilti sett upp við Brú á milli heimsálfa.
„Það er frábært að fá svona hugmyndir frá íbúum og koma þeim í framkvæmd,“ segir Eggert Sólberg Jónsson, verkefnastjóri hjá Heklunni. Eggert sendi Víkurfréttum mynd sem hann tók við Brú á milli heimsálfa. Myndin er af skilti með Daniel Alexanderssyni, 13 ára nema í 8. bekk í Akurskóla, sem kom á framfæri þeirri hugmynd að koma á nýrri hefð; að halda á Brúnni á milli heimsálfa.
Hugmyndin sló í gegn og hafa margir látið taka mynd af sér eins og Daníel þegar hann stillti sér upp fyrir föður sinn.
	

 
	
						 
	
						

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				