Huginn Heiðar kominn heim
 Huginn Heiðar Guðmundsson, ungi drengurinn sem gekkst undir lifrarígræðslu í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári, sneri aftur heim til Íslands ásamt foreldrum sínum í morgun.
Huginn Heiðar Guðmundsson, ungi drengurinn sem gekkst undir lifrarígræðslu í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári, sneri aftur heim til Íslands ásamt foreldrum sínum í morgun.
Hann mun halda áfram meðferð á Barnaspítala Hringsins í Reykjavík, en undanfarið hefur hann átt við vandamál að stríða í lungum sem tafði heimför þeirra.
Fjóla Ævarsdóttir, móðir Hugins, sagði í samtali við Víkurfréttir í dag að drengurinn hefði það fínt eftir ferðalagið og nú mun áherslan verða á að hann nái styrk í rólegheitunum.
Þess má geta að stuðningsmenn hafa stofnað styrktarreikning í nafni Hugins þar sem þeir sem vilja styrkja þau í baráttunni geta lagt sitt af mörkum.
Númer reikningsins er: 1109-05-449090, kt: 181104-3090.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				