Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Huginn Heiðar braggast vel
Miðvikudagur 24. ágúst 2005 kl. 17:42

Huginn Heiðar braggast vel

Huginn Heiðar Guðmundsson, litli Keflvíkingurinn sem gekkst undir lifrarskiptiaðgerð í Bandaríkjunum fyrir nokkru, losnaði úr öndunarvél í gær og líður vel að því er fram kemur á heimasíðu hans á Barnalandi.is.

Hann hefur verið á lyfjakúr síðustu daga og braggast með hverjum deginum. Læknarnir hans eru hissa á því hversu vel lifrin hefur aðlagast líkamanum og eru ekki merki um neina höfnun.

Þau Fjóla og Guðmundur, foreldrar Hugins, hafa nú verið úti með litla strákinn sinn í Pittsburgh í Bandaríkjunum í fjóra og hálfan mánuð og hefur barátta þeirra vakið mikla athygli um allt land. Þess má geta að stuðningsfólk Hugins hefur stofnað reikning í hans nafni þar sem þeir sem vilja styrkja þau í baráttunni geta lagt sitt af mörkum. Númer reikningsins er: 1109-05-449090, kt: 181104-3090.


Lesið meira um Hugin á Barnalandssíðunni hans hér.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024