Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Huginn Heiðar: 105 dagar í Pittsburg
Fimmtudagur 28. júlí 2005 kl. 13:48

Huginn Heiðar: 105 dagar í Pittsburg

Huginn Heiðar Guðmundsson er enn staddur í Pittsburg, Bandaríkjunum og mun dagurinn í dag marka 105. dag hans þar ytra. Huginn er enn í öndunarvélinni en síðastliðna daga hefur honum gengið upp og niður. Ýmist virðist sem hann sé svo gott sem heill heilsu og þá aðra þarf hann á aðstoð öndunarvélar.

Þau Guðmundur Guðbergsson og Fjóla Ævarsdóttir, foreldrar Hugins Heiðars hafa þurft að glíma við ýmislegt þessa daga. Nú síðast hafa þau þurft að ræða við lækna um utanaðkomandi áhrif sem séu líklegast að orsaka veikindi hans nú. Læknarnir eru ekki vissir um hvort um sé að ræða ofnæmi af hreinsiefnum eins og þau Guðmundur og Fjóla telja. Á heimasíðu Hugins Heiðars á Barnalandi kemur fram að einungs sé vitað um eitt þekkt tilfelli á síðustu 20 árum þar sem sápan olli ofnæmi. Eitt er víst að Huginn Heiðar hefur lítið hugsað um tölfræði. Læknarnir telja líklegra að um sé að ræða asma sem magnast upp við ákveðnar kringumstæður. Eftir fjöldann allan af rannsóknum bendir ekkert til þess að Huginn hafi fengið sýningu af völdum bakteríu eða vírus.

Huginn Heiðar gekk undir lifrarskiptiaðgerð í Pittsburgh, Bandaríkjunum fyrr í sumar. Aðgerðin gekk vel en hann hefur frá fæðingu verið veikur vegna risafrumulifrarbólgu sjúkdóms. Græða þurfti hluta af lifur móður hans, Fjólu Ævarsdóttur, í Hugin þar sem hentug gjafalifur fannst ekki.

Stuðningsmenn Fjólu og Guðmundar hafa stofnað styrktarreikning í nafni Hugins þar sem þeir sem vilja styrkja þau í baráttunni geta lagt sitt af mörkum. Númer reikningsins er: 1109-05-449090, kt: 181104-3090.

Myndin: Huginn Heiðar Guðmundsson, tekin af heimasíðu hans

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024