Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hugað að svæði fyrir vélhjólamenn
Mánudagur 20. apríl 2009 kl. 08:15

Hugað að svæði fyrir vélhjólamenn


Sandgerðisbær leitar nú leiða til að leysa torfæru- og fjórhjóla vandamálið sem Sandgerðingar glíma við.  Margar kvartanir hafa borist vegna málsins og ljóst að vandamálið mun aukast þegar líður að sumri, segir á bæjarfréttavefnum www.245.is. Vefurinn sýndi fyrir helgi sláandi myndband af því hvernig ungir fjórhjólamenn spændu upp gróðri í bæjarfélaginu.

Bæjarráð hefur nýleglega falið byggingarfulltrúa og íþrótta- og tómstundafulltrúa að afla upplýsinga um vélhjólabrautir með tilliti til landrýmis, hljóðmengunar, kostnaðar, umferðar og fleiri þátta sem varða slíka starfsemi.

Samkvæmt því sem fram kemur á 245.is er horft til svæðisins í efri námunum svokölluðu undir aðstöðu fyrir vélhjólaunnendur.
---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mynd/www.245.is - Sandgerðingar íhuga nú leiðir til að koma torfæruhjólum af götum bæjarins. Eigandi þessa hjóls var stöðvaður af lögreglu í síðustu viku.