Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hugað að stækkun Stóru-Vogaskóla
Stóru-Vogaskóli í Sveitarfélaginu Vogum.
Mánudagur 18. febrúar 2019 kl. 10:00

Hugað að stækkun Stóru-Vogaskóla

Í Stóru-Vogaskóla eru nú liðlega 170 nemendur, í 10 bekkjardeildum. Skólabyggingin var upphaflega tekin í notkun árið 1979, en síðan þá hefur tvívegis verið byggt við hana, síðast árið 2005 þegar álman sem hýsir unglingastigið var tekin í notkun. 
 
Við þá framkvæmd var þá þegar hugað að enn frekari stækkunarmöguleikum til framtíðar, með því að undirbúin voru jarðvegsskipti fyrir annarri slíkri viðbyggingu. 
 
Í vikulegum pistli frá bæjarstjóra Sveitarfélagsins Voga segir að nú er komið að því að huga að húsnæðismálum skólans að nýju, ekki síst nú þegar fjölgun íbúða og íbúa er fyrirsjáanleg. Það er til mikils að vinna fyrir starfsemi skólans og rekstur að nýta sem best þá innviði sem þegar eru til staðar, og fresta þannig í lengstu lög byggingu nýs skóla. 
 
Starfshópur um húsnæðismál grunnskólans tekur á næstunni til starfa, þar sem rýnt verður í húsnæðisþarfir skólans til næstu ára. Þar er að mörgu að hyggja, enda skólastarfið í stöðugri þróun og vexti, og þarfirnar síbreytilegar. 
 
Einnig verður hugað að þáttum eins og starfsemi félagsmiðstöðvar, lengdrar viðveru, aukinnar áherslu í tónlistarnámi o.fl.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024