Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Huga þarf að lauslegu vegna óveðurs - veðurhamurinn mestur kl. 21
Þriðjudagur 8. febrúar 2011 kl. 17:11

Huga þarf að lauslegu vegna óveðurs - veðurhamurinn mestur kl. 21

Óveður er í aðsigi og vegna þess er fólk beðið að huga að lauslegum hlutum í umhverfi sínu. Þá þurfa eigendur báta að huga að þeim en hásjávað verður þegar mesti veðurhamurinn gengur yfir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir á vef sínum að óveður það sem virðist vera í uppsiglingu sé alveg þvottekta, eins og hann orðar það. Verstur verður veðurhamurinn suðvestanlands á milli kl. 18 og 22 í kvöld en þá er spáð  allt að 25 metra vindhraða á sekúndu. Mesti veðurhamurinn verði um kl. 21 í kvöld.

„Þetta er með því meira sem maður sér svona almennt séð og jafnast alveg á við það sem var í „þriggja lægða syrpunni" um miðjan desember 2007 og eftirminnilegt óveður sem hér gerði fyrir nákvæmlega þremur árum, 8. febrúar 2008," segir Einar á bloggi sínu sem mbl.is vísaði til.

Veður fer nú ört versnandi á sunnan og vestanverðu landinu og er fólk hvatt til að huga að öllu lauslegu sem og niðurföllum. Mikla rigningu er að sjá með þessu veðri.


Myndir: Í dag var þæfingsfærð á vegum á Suðurnesjum þar sem snjó tók að skafa. Flutningabíll hafnaði útaf Garðvegi og þurfti öflugan hefil til að ná honum aftur upp á veginn.  Myndin hér að ofan sýnir svo þæfing á Garðvegi við svokallað Mánatorg. VF-myndir: Hilmar Bragi