Sunnudagur 30. nóvember 2014 kl. 13:59
				  
				Huga þarf að eigum í höfnum
				- í Sandgerði og Grindavík
				
				
				
	Mikið álag verður á hafnarmannvirkjum í Sandgerði og Grindavík í kringum miðnætti í kvöld en þá eru flóð suðvestanlands. Spáð er allt að 10 metra ölduhæð í kvöld og nótt við suður- og vesturströndina.
	
	Brýnt er fyrir mönnum að hafa varann á og huga að eigum sínum fyrr en síðar.