Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

HSS: Uppsagnir í dag og lokanir deilda framundan
Fimmtudagur 28. janúar 2010 kl. 09:16

HSS: Uppsagnir í dag og lokanir deilda framundan


Fjórtán starfsmönnum  úr öllum deildum verður sagt upp störfum á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í dag, samkvæmt heimildum VF. Stofnuninni hefur verið gert að skera niður um 86,5 milljónir króna á þessu ári, þrátt fyrir að hafa búið við fjársvelti árum saman. Fjárframlög ríkisins til stofnunarinnar hafa verið mun lægri en aðrar sambærilegar stofnanir hafa notið.

Í ályktun sem Hjúkrunarráð HSS sendu frá sér í gær kemur fram að til standi að loka skurðdeild, sem veldur skerðingu á starfsemi fæðingardeildar. Þá verður sykursýkimóttöku lokað. Enning verður skerðing eða lokun á sál- og félagslegu þjónustunni og lengri tímabundnar lokanir á líknar- og endurhæfingardeild.
Hjúkrunarráð HSS lýsir yfir áhyggjum sínum með þann niðurskurð sem framundan er á stofnuninni.

Ekki náðist í Sigríði Snæbjörnsdóttur, framkvæmdastjóra HSS, við vinnslu fréttarinnar í morgun.

---

Tengd frétt:
Hjúkrunarráð lýsir furðu sinni


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024