HSS sýknað af bótakröfu
Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Heilbrigðisstofnun Suðurnesja af tæplega 11 milljóna króna bótakröfu forsvarsmanna drengs sem fæddist á sjúkrahúsinu árið 1995. Við fæðinguna lenti barnið í svonefndri axlarklemmu, sem leiddi til þess að taug laskaðist og er vinstri handleggur lamaður að hluta. Hefur örorka drengsins verið metin 30%. Mbl.is greinir frá.