HSS svarar gagnrýni
Í ljósi umræðna í fjölmiðlum um að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hafi farið fram úr fjárlögum, eftir útgáfu greinargerðar Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga hefur Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sent frá sér fréttatilkynningu. Í henni segir meðal annars: „ Þann 1. júní 2004 samþykkti heilbrigðisráðherra framtíðarsýn HSS til 7 ára. Í henni er staðfest að HSS skuli sjá um alla heilsugæsluþjónustu og almenna sjúkrahúsþjónustu, það er skurðlækningar, lyflækningar, öldrunarþjónustu, endurhæfingu og fæðingahjálp. Í framtíðarsýn HSS er jafnframt tekið tillit til þess mikla uppbyggingastarfs sem fara þarf fram á innviðum stofnunarinnar svo framtíðarsýnin megi ganga eftir.“
Þá er sagt frá því að á síðastliðnum tveimur árum hefur starfsemi HSS því verið endurskipulögð og lögð hefur verið áhersla á að byggja upp aftur heilsugæsluþjónustuna í kjölfar þeirra erfiðleika sem brotthvarf heilsugæslulækna á árinu 2002 ollu. Á sama tíma hefur verið unnið að innleiðingu nýs fjárhags-, bókhalds- og innkaupakerfis. Aðgangur að upplýsingum til ákvörðunartöku hefur því stórbatnað. Þennan tíma hefur heilbrigðisráðherra reglulega verið upplýstur um gang mála.
Ef starfsemistölur eru skoðaðar má sjá að uppbyggingin er að skila árangri. Á árunum 2003 og 2004 fjölgaði innlögnum sjúklinga um 60%, legudögum hefur fjölgað um 40%, komum á heilsugæslu hefur fjölgað um 40% og fjöldi bráðakoma 30%.
Á næstu mánuðum verður árskýrslan fyrir árið 2004 tilbúin og þá getur almenningur fylgst með starfseminni. Hægt verður að nálgast hana á heimasíðunni, www.hss.is.
Þá er sagt frá því að á síðastliðnum tveimur árum hefur starfsemi HSS því verið endurskipulögð og lögð hefur verið áhersla á að byggja upp aftur heilsugæsluþjónustuna í kjölfar þeirra erfiðleika sem brotthvarf heilsugæslulækna á árinu 2002 ollu. Á sama tíma hefur verið unnið að innleiðingu nýs fjárhags-, bókhalds- og innkaupakerfis. Aðgangur að upplýsingum til ákvörðunartöku hefur því stórbatnað. Þennan tíma hefur heilbrigðisráðherra reglulega verið upplýstur um gang mála.
Ef starfsemistölur eru skoðaðar má sjá að uppbyggingin er að skila árangri. Á árunum 2003 og 2004 fjölgaði innlögnum sjúklinga um 60%, legudögum hefur fjölgað um 40%, komum á heilsugæslu hefur fjölgað um 40% og fjöldi bráðakoma 30%.
Á næstu mánuðum verður árskýrslan fyrir árið 2004 tilbúin og þá getur almenningur fylgst með starfseminni. Hægt verður að nálgast hana á heimasíðunni, www.hss.is.