Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

HSS stofnar hóp til að aðstoða börn í geð- og sálarlegum vanda
Þriðjudagur 3. janúar 2006 kl. 22:55

HSS stofnar hóp til að aðstoða börn í geð- og sálarlegum vanda

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur sett saman teymi til að aðstoða börn sem eiga í geð- og sálarlegum vanda og fjölskyldur þeirra.

Teymið, sem hefur hlotið nafnið GOSA ráðgjöf (geð- og sálfélagsleg aðstoð barna og fjölskyldna þeirra) er þessa dagana að leggja lokahönd á þá undirbúningsvinnu sem nauðsynleg er áður en formleg starfsemi fer í gang. Þessi undirbúningsvinna hefur meðal annars verið fólgin í upplýsingaöflun hjá ýmsum aðilum/stofnunum sem hafa með þennan málaflokk að gera sem og ákvörðunum um endanlegt starfssvið teymisins.

Starfsmenn teymisins eru þær Þórunn Sif Ingvarsdóttir, iðjuþjálfi, Helma Rut Einarsdóttir, sálfræðingur, og Herdís Hjörleifsdóttir, félagsráðgjafi.

Á næstu dögum og vikum eru fyrirhugaðar kynningar á teyminu bæði innan HSS og utan en mikilvægt er að kynna vel starfsemi teymisins sem víðast (þ.m.t. í skólum, leikskólum, fyrir foreldra, hjá félagsþjónustunni o.fl. stöðum).

Í kjölfar kynninga mun formleg starfsemi hefjast. Megináherslan verður á forvarnarstarf og að sinna yngstu börnum þessa aldursflokks (börnum á leikskólaaldri, mæður hjá mæðravernd). Tilvísanaferlið verður þannig að teyminu verður að berast skriflegar tilvísanir frá læknum innan HSS, mæðravernd eða ungbarnavernd. Nánari upplýsingar um starf teymisins er að vænta fljótlega.

Loftmynd/Oddgeir Karlsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024