HSS: Samskiptareglur settar upp vegna svínaflensunnar
Til þess að takmarka útbreiðslu smits á svínaflensunni svokölluðu hefur sóttvarnarráð Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja sett upp ákveðnar leiðbeiningar um það hvernig fólk með inflúensueinkenni skuli bera sig að þegar það leitar til stofnunarinnar. Lögð er rík áhersla á að fólk með einkenni komi ekki inn á stofnunina án samráðs við fagfólk eða símaráðgjöf.
Orðsending HSS er eftirfarandi:
Fólk með inflúensueinkenni og þeir sem hafa verið í samskiptum við fólk með inflúensueinkenni og hafa áhyggjur af því og vilja hafa samband við Heilsugæsluna.
1. Vinsamlegast ekki koma inn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja án samráðs við símaráðgjöf eða fagfólk innanhúss.
2. Hringið í síma: 422-0600 eða 422-0500
3. Bíðið í bíl eftir afgreiðslu.
4. Ekki koma í heimsókn á deildir án samráðs við hjúkrunarfræðinga/ljósmæður
5. Á heimsíðu HSS eru góðar upplýsingar um svínaflensuna sem við hvetjum ykkur til að lesa
Þetta er gert til þess að takmarka útbreiðslu smits
Með von um góða samvinnu
Bestu þakkir,
Sóttvarnaráð Heilbrigðistofnunar Suðurnesja